Mengunarmartöð

Í dag getur allur sá aragrúi förðunarfræðinga litla Íslands fagnað því að búa ekki í Delí þar sem íbúar neyðast til að ganga með andlitsgrímur vegna ógnvænlegrar mengunar.
Svo mikil svifryksmengun liggur yfir borginni að skólum hefur verið lokað og íbúum er vinsamlegast ráðlagt að leggja niður varalitablýantana og skella á sig grímunum. Já eða halda sig inni. 

Það vill oft virðast fjarri að lesa fréttir frá Indlandi þegar maður býr á einangraðri eyju en svo læðist skellurinn að manni því við búum víst öll undir sama himni. Himni sem við erum öll í sameiningu að hafa áhrif á.

Hér á landi er svifryk aðallega afurð bæjarumferðar. Já ég sagði svifryk á Íslandi. Og bæjarumferð! Við erum víst ekki þekkt fyrir það að hjóla eða taka lest. Hvað þá að standa upp fyrir gömlu fólki í strætó. Gamla fólkið kann ekki að mála sig. Þau hljóta að geta staðið í strætó, enda ekki búin að læra að "highlite-a" sig né "counture-a" svo þau kippa sér varla upp við smá andlitssvita. 
Svo keyrum við smábílana okkar eins og við fáum borgað fyrir það og greiðum fyrir að geyma þá frekar við Keflavíkurflugvöll þegar haldið er í frí í stað þess að sameina í flugrútuna - því það kostar annað nýrað í hana. Verðmunurinn ekki svo mikill að það borgi sig. Eða hvað? 

Reynslan segir okkur að martraðirnar gera sjaldan boð á undan sér en setningin "ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir mig - þar til það gerðist" er oft sögð. Í þessu samhengi hefur boðið hinsvegar borist og nú þarf að bregðast við. SvDeli í dagíar eru t.d. löngu byrjaðir að flokka allt rusl - ekki bara dagblöð og pizzakassa.
Náttúran er undirstaða lífsins og lífið er meira virði en þriðjudagstilboð á Dominos. Við þurfum að setja þessi umhverfismálefni í forgang.

Eða haldið áfram að lýta á björtu hliðarnar. Við þurfum að minnsta kosti ekki að mála okkur ef við þurfum að ganga með andlitsgrímur undir berum himni!




mbl.is Ólafía í mengunarmartröð - Skólum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband