Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsti í aðventu

Þó ég sé ekki þekkt fyrir að vera hið ýktasta jólabarn þá ætla ég að viðurkenna að hátíðarnar eru alltaf yndislegar og aðventan byrjar hlýlega..

Mögulega vegna þess að ég er ekki timbruð í dag og ég nennti að kveikja á kerti en ég gef ekkert upp. Fyrsti aðventusunnudagurinn nýttist að minnsta kosti vel í þetta skiptið og ég ætla að enda hann á að leyfa minningargreininni sem ég skrifaði til ömmu, sem við kvöddum fyrir rúmri viku, að lifa hérna inni aðeins lengur...

Elsku amma Inga

Að hafa átt jafn umhyggjusama og góða ömmu eins og þig eru forréttindi. Þið afi tókuð o15241288_10210943060163121_4905607951151453303_nkkur systkinum ávallt opnum örmum í einstakri ró og frið á Bræðraborgarstígnum og fyrir Grafarvogsbúa eins og mig voru þið hjartað í miðbænum. Sá staður verður mér svo kær að eilífu því þar lifir þessi hlýja og allar þær minningar sem þið sköpuðuð með mér.
Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir þessar minningar en fyrst og fremst verð ég þér þakklát fyrir að vera virðulega, hógværa og fallega fyrirmyndin sem þú varst og verður alltaf. Að lokum vil ég þakka þér fyrir að hafa alið upp þann góða og vel gefna son sem hann pabbi minn er. Það er enginn jafn ráðagóður og áreiðanlegur eins og hann. Það hefur hann frá þér og afa.
Ég mun taka rauða varalitinn með mér hvert sem ég fer í heiminum, eins og þú. Við sjáumst svo seinna amma mín, takk fyrir allt.

Þitt barnabarn Fanný Ragna

 

Komandi dagar eru áminning á það að vera þakklátur fyrir fólkið sitt.. Njótum vel x

15220190_10210943060123120_5545686052993336676_n

 

Ingveldur Gröndal 8.11.2016 

15268031_10210943060203122_5042725791058856608_n
15192514_10210943060243123_2984599597285633962_n

bræðró


Praise the president

Ef ég skil þetta rétt eftir vægast sagt sturlaðar staðreyndir sem hafa poppað upp á samfélagsmiðlum í dag þá...

kaus valdamesta embætti heimsins yfir sig mann í afneitun sem talar fyrir kynþáttahatri og kvenfyrirlitningu. Hann ætlar að berjast fyrir auknum borunum eftir olíu því hann trúir ekki á global warming. Getur einhver komist að því fyrir mig hvort hann trúir á jólasveininn?
Á þessum degi árið 1989 féll Berlínarmúrinn og 27 árum seinna kýs USA forseta sem vill byggja múr við Mexíkó og láta mexikana borga fyrir það. Hann ætlar að rifta nýgerðu samkomulagi við Íran, sem getur sett allt á annan endann í Miðausturlöndunum. 

Mike Pence sem er þá varaforsetaefni Bandaríkjanna skrifaði undir stranga fóstureyðingarlöggjöf í Indiana og telur svo að samkynhneigð megi lækna með meðferð. Einmitt. Að lokum fordæmdi hann Disney fyrir áróður í teiknimyndinni Mulan þar sem boðskapurinn er að stelpur standi strákum jafnfætis. Hann kann greinilega að velja sér sambærilegt samstarfsfólk.

Ég myndi frekar kjósa yfir mig manneskju sem kæmi mér á götuna, naktri fyrir utan bæjarins bestu, heldur en að kjósa mann sem stjórnar með annarri eins fyrirlitningu. 

Í dag er ég þar af leiðandi vandræðalega þakklát fyrir forseta Íslands, sem nýlega afþakkaði launahækkun sem hann hafði ekki þörf fyrir til að sína gott fordæmi. Ó hvað ég vona að stjórnmálafólkið okkar sameinist núna, hvernig sem stjórnarmyndun fer, í sátt og samlyndi og sýni svona fólki eins og þessum ónefnda hér að ofan gott fordæmi. 

Ég mun sennilega seint sjá eftir atkvæðinu mínu sem fór til Guðna, fyrir utan að það var víst ógilt sökum myndskreytingar. Síðan hvenær er bannað að tjá ást sína með litlu hjarta? Æ það er að minnsta kosti hugurinn sem gildir. 

Okkar forseti 

gudni-th-johannesson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband