Fyrsti í aðventu

Þó ég sé ekki þekkt fyrir að vera hið ýktasta jólabarn þá ætla ég að viðurkenna að hátíðarnar eru alltaf yndislegar og aðventan byrjar hlýlega..

Mögulega vegna þess að ég er ekki timbruð í dag og ég nennti að kveikja á kerti en ég gef ekkert upp. Fyrsti aðventusunnudagurinn nýttist að minnsta kosti vel í þetta skiptið og ég ætla að enda hann á að leyfa minningargreininni sem ég skrifaði til ömmu, sem við kvöddum fyrir rúmri viku, að lifa hérna inni aðeins lengur...

Elsku amma Inga

Að hafa átt jafn umhyggjusama og góða ömmu eins og þig eru forréttindi. Þið afi tókuð o15241288_10210943060163121_4905607951151453303_nkkur systkinum ávallt opnum örmum í einstakri ró og frið á Bræðraborgarstígnum og fyrir Grafarvogsbúa eins og mig voru þið hjartað í miðbænum. Sá staður verður mér svo kær að eilífu því þar lifir þessi hlýja og allar þær minningar sem þið sköpuðuð með mér.
Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir þessar minningar en fyrst og fremst verð ég þér þakklát fyrir að vera virðulega, hógværa og fallega fyrirmyndin sem þú varst og verður alltaf. Að lokum vil ég þakka þér fyrir að hafa alið upp þann góða og vel gefna son sem hann pabbi minn er. Það er enginn jafn ráðagóður og áreiðanlegur eins og hann. Það hefur hann frá þér og afa.
Ég mun taka rauða varalitinn með mér hvert sem ég fer í heiminum, eins og þú. Við sjáumst svo seinna amma mín, takk fyrir allt.

Þitt barnabarn Fanný Ragna

 

Komandi dagar eru áminning á það að vera þakklátur fyrir fólkið sitt.. Njótum vel x

15220190_10210943060123120_5545686052993336676_n

 

Ingveldur Gröndal 8.11.2016 

15268031_10210943060203122_5042725791058856608_n
15192514_10210943060243123_2984599597285633962_n

bræðró


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband