Praise the president
9.11.2016 | 15:10
Ef ég skil þetta rétt eftir vægast sagt sturlaðar staðreyndir sem hafa poppað upp á samfélagsmiðlum í dag þá...
kaus valdamesta embætti heimsins yfir sig mann í afneitun sem talar fyrir kynþáttahatri og kvenfyrirlitningu. Hann ætlar að berjast fyrir auknum borunum eftir olíu því hann trúir ekki á global warming. Getur einhver komist að því fyrir mig hvort hann trúir á jólasveininn?
Á þessum degi árið 1989 féll Berlínarmúrinn og 27 árum seinna kýs USA forseta sem vill byggja múr við Mexíkó og láta mexikana borga fyrir það. Hann ætlar að rifta nýgerðu samkomulagi við Íran, sem getur sett allt á annan endann í Miðausturlöndunum.
Mike Pence sem er þá varaforsetaefni Bandaríkjanna skrifaði undir stranga fóstureyðingarlöggjöf í Indiana og telur svo að samkynhneigð megi lækna með meðferð. Einmitt. Að lokum fordæmdi hann Disney fyrir áróður í teiknimyndinni Mulan þar sem boðskapurinn er að stelpur standi strákum jafnfætis. Hann kann greinilega að velja sér sambærilegt samstarfsfólk.
Ég myndi frekar kjósa yfir mig manneskju sem kæmi mér á götuna, naktri fyrir utan bæjarins bestu, heldur en að kjósa mann sem stjórnar með annarri eins fyrirlitningu.
Í dag er ég þar af leiðandi vandræðalega þakklát fyrir forseta Íslands, sem nýlega afþakkaði launahækkun sem hann hafði ekki þörf fyrir til að sína gott fordæmi. Ó hvað ég vona að stjórnmálafólkið okkar sameinist núna, hvernig sem stjórnarmyndun fer, í sátt og samlyndi og sýni svona fólki eins og þessum ónefnda hér að ofan gott fordæmi.
Ég mun sennilega seint sjá eftir atkvæðinu mínu sem fór til Guðna, fyrir utan að það var víst ógilt sökum myndskreytingar. Síðan hvenær er bannað að tjá ást sína með litlu hjarta? Æ það er að minnsta kosti hugurinn sem gildir.
Okkar forseti
Athugasemdir
En hvað þú ert reið ung kona og yfirtekin af hatri. Það fer illa með sálina að láta hatrið stjórna sér.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.11.2016 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.